White Musk næring - síður feldur
White Musk næring - síður feldur
Mýkjandi
Atami White Musk vörurnar eru þróaðar fyrir síðhærða hunda. Þökk sé innihaldsefnum vörunnar verður feldurinn mjúkur og glansandi. Til viðbótar við dásamlega ilminn hjálpa vörurnar við að losa um flækjur án þess að erta húð dýrsins. Til að ná hámarksárangri er mikilvægt að nota Atami White Musk næringuna að loknum þvotti með sjampói.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
Eftir þvott með sjampói, berið næringu í feldinn og burstið yfir. Látið vinna í um 3 mín. Skolið vandlega með volgu vatni. Til að ná hámarksárangri notið Atami Relax Töflur að loknum þvotti með næringu.
ÁBENDING: þú getur fengið betri áhrif af næringunni með því að setja lítið magn af heitu vatni í hárnæringuna (opnar próteinin). Hrærið vel og passið að blandan hafi kólnað nægilega vel áður en hún er borin í feldinn.
Sjá einnig leiðbeiningar um OPEN-CLOSE-OPEN meðferðina.
250 ml.