Show Tech
Show Tech Ultra-Pro Pin Brush Large
Show Tech Ultra-Pro Pin Brush Large
Couldn't load pickup availability
Ultra Pro bursti
Léttur og hágæða bursti sem hentar öllum – bæði fagaðilum og gæludýraeigendum. Handfangið er með þægilegu gripi sem situr vel í hendi og er mótað úr höggþolnu ABS plasti. Í burstanum eru 11 raðir af 25 mm löngum pinnum sem eru tryggilega festir í mjúka silikonpúða. Endar pinnanna eru vandlega rúnnaðir til að tryggja hámarks þægindi fyrir hundinn og til að koma í veg fyrir að feldurinn slitni. Burstinn er einstaklega léttur – aðeins 73 grömm – og pinnarnir síga ekki inn í púðann.
Notkunarleiðbeiningar
Síðhærðir hundar
Kembið með léttum, löngum strokum. Kembið alltaf út fyrir enda hársins til að fyrirbyggja að feldurinn rafmagnist og slitni. Best er að kemba feldinn í lögum – byrja neðst með því að skipta feldinum lárétt og halda ókembdum hlutanum frá með annarri hendi. Kemba síðan skipulega yfir feldinn.
Krullaðir hundar
Kembið fyrst í sömu átt og feldurinn vex og síðan gegn honum með léttum, löngum strokum.
Stríhærðir hundar
Kembið í sömu átt og feldurinn vex og síðan gegn honum ef þarf til að fjarlægja flækjur og dauð hár. Gefið sérstakan gaum að svæðum sem eru viðkvæm fyrir flækjum, eins og aftan við eyrun, á lendunum og undir fótum. Notið grófa greiðu til að athuga hvort flækjur séu eftir.
Eftir bað
Ultra Pro burstinn hentar fullkomlega við blástur eftir bað. Notið létt, löng strok. Kembið hægt til að koma í veg fyrir að feldurinn rafmagnist.
Til að fyrirbyggja flækjur
Gott er að baða hundinn reglulega og nota þá næringu. Á milli baða er mikilvægt að kemba feldinn og nota flækjusprey svo feldurinn rafmagnist ekki.
Deila





