Safn: Íslenskur fjárhundur

Þessi uppskrift er sett saman fyrir 2 ára geldan íslenskan fjárhund sem er með þurrkubletti sem klægjar í.

Premask

Byrjað er á því að setja saman PH balance og um 1 - 2 tsk Ginkgo olía og blandað vel saman við um 1 - 2 dl. af volgu vatni. Þessi blanda er borin í þurran feldinn og látið vinna í um 15 mín á meðan hundinum er pakkað í handklæði. Þar á eftir er blandan skoluð vandlega úr feldinum. 

Sjampó

Black passion sjampó blandað í um 1 - 2  dl. af volgu vatni og notað til að þvo feldinn. Vinnið upp froðu alveg niður að húð. Skolið vandlega þar til allar sápuleyfar eru komnar úr feldinum.

Næring

2/3 Black passion næring blönduð við 1/3 PH balance og bætt við 1 - 2 tsk. Ginkgo olía og svo við 1 - 2 dl. volgt vatn og blandað vel saman. Blandan er borin í allan feldinn og látin vinna í 3 - 5 mín. Gott er að greiða yfir feldinn með næringunni í en nota þá mjúkan bursta. Að lokum er næringin skoluð vandlega úr feldinum.


Baðið hundinn á tveggja vikna fresti til að byrja með. Eftir um 4 - 6 skipti má draga úr premask meðferðinni og nota hana bara í 3 - 4 hvert skipti.