Safn: Endurvöxtur

Þessi uppskrift er sett saman fyrir Papillon til að stuðla að auknum vexti feldsins.

Sjampó

Nota Purifying sjampó í 3 skipti og eftir það skipta í Mineral H, blandað með Oligo Elements. Blanda í vatn ca. 1 dl. vinna upp froðu og láta vinna í 3 mín. Skola vandlega.

Næring

Derma Plus, Black Passion og PH Balance í jöfnum hlutföllum og 1 tsk. K101. Blanda vel saman og svo út í volgt vatn ca. 1 - 2 dl. Bera í feldinn og láta vinna í 5 mín og skola þá vel.

Premask

Í ca. 3 hvert bað, útbúa blöndu úr PEK og K101 og smá vatn. Bera í þurran feldinn og láta vinna í 15 - 20 mín. Hafa hundinn pakkaðann í handklæði á meðan þar sem hitinn hjálpar próteinunum í næringunni að vinna sína vinnu. Eftir þann tíma er næringin skoluð úr og svo þvegið með sjampói og sett næring í, í lokinn.